Jökulfirðir (Sandeyri–Ritur)

FG-V 12

Hnit – Coordinates: N66,23589, V22,58296
Sveitarfélag – Municipality: Ísafjarðarbær
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 7.500 ha

Þetta svæði nær yfir fjöru og grunnsævi frá Sandeyri á Snæfjallaströnd út að Rit. Innst og yst eru sæbrött fjöll og skaga klettar víða í sjó fram en í miðhlutanum er ströndin meira aflíðandi en þó víðast hvar mjög þröng undir bröttum hlíðum. Á þessu svæði eru alþjóðlega mikilvægar vetrarstöðvar straumandar (613 fuglar).

Jökulfirðir eru að hluta innan Hornstrandafriðlands og hinn hlutinn er á náttúruminjaskrá ásamt hinum gömlu Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum utan friðlandsins.

Helstu fuglategundir í Jökulfjörðum – Key bird species in Jökulfirðir*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Straumönd Histrionicus histrionicus Vetur–Winter 613 2003 4,4 A4i, B1i
*Byggt á Náttúrufræðistofa Vestfjarða, óbirt gögn. – From Westfjords Natural History Institute, unpublished data.

English summary

Jökulfirðir rocky coast and shallow marine waters, NW-Iceland, are an internationally important wintering area for Histrionicus histrionicus (613 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer