Láglendi Skagafjarðar

VOT-N 6

Hnit – Coordinates: N65,69860, V19,40580
Sveitarfélag – Municipality: Skagafjörður, Akrahreppur
IBA-viðmið – Category: B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 18.470 ha

Láglendi Skagafjarðar frá ströndinni og inn fyrir þjóðveg 1 er yfirleitt marflöt flæðislétta með víðfeðmum flæðilöndum, vötnum og ám. Mikið fuglalíf er á þessu svæði, t.d í friðlandinu í Skógum (Kristinn H. Skarphéðinsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1990, Guðmundur A. Guðmundsson 2006). Er það alþjóðlega mikilvægt á varptíma fyrir flórgoða (42 pör) og sennilega einnig grágæs. Eins fyrir helsingja á vorin (6.949 fuglar), álft (393 fuglar) og grágæs (5.000 fuglar) á fjaðrafellitíma.

Miklavatn, Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, Austara-Eylendið er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá ásamt Miklavatni og Skógum.

Helstu fuglategundir á láglendi Skagafjarðar – Key bird species in the lowlands of Skagafjörður

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Flórgoði1 Podiceps auritus Varp–Breeding *42 2004 6,0 B1i, B2
Álft2 Cygnus cygnus Fellir–Moult 393 2005 1,5 B1i
Grágæs3 Anser anser Fellir–Moult 5.000 2002 6,2 B1i
Helsingi4 Branta leucopsis Far–Passage 6.949 1994 18,1 B1i
*Pör. – Pairs.
1Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35.
2Ólafur Einarsson, óbirt heimild – unpublished source.
3Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
4Percival, S.M. og T. Percival 1997. Feeding ecology of Barnacle Geese on their spring staging grounds in northern Iceland. Ecography 20: 461–465.

English summary

The wetlands and floodplains of the lowland valley of Skagafjörður, N-Iceland, are internationally important for breeding Podiceps auritus (42 pairs), moulting Cygnus cygnus (393 birds) and Anser anser (5,000 birds), and staging Branta leucopsis (6,949 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Guðmundur A. Guðmundsson 2006. Fuglalíf í friðlandinu við Miklavatn 2003. Náttúrustofa Norðurlands vestra, NNV-2006-002. Sauðárkrókur: Náttúrustofa Norðurlands vestra.

Kristinn H. Skarphéðinsson og Guðmundur A. Guðmundsson 1990. Fuglalíf í Skógum, Skagafirði og nágrenni, 1987. Bliki 9: 49–66.