Laugarvatn–Apavatn–Brúará
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Laugarvatn–Apavatn–Brúará lakes and rivers, S-Iceland, are an internationally important wintering site for Bucephala islandica (33 birds) and Mergus merganser (28 birds).
VOT-S 5
Hnit – Coordinates: N64,17286, V20,66082
Sveitarfélag – Municipality: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 4.500 ha

Laugarvatn og Apavatn eru í Laugardal og Brúará er bergvatnsá sem kemur upp í fjalllendinu norðaustan við og fellur í Hvítá neðan við Skálholt. Fjölmargar lindár og lækir falla til þessara vatna og árinnar, þar á meðal Hagaós úr Apavatni. Fjölbreytt búsvæði eru umhverfis; tjarnir, graslendi, móar og mýrar. Mikið af vatna- og vaðfuglum verpur á svæðinu (Arnþór Garðarsson 1975) og á fartíma hafa hundruð dugganda, skúfanda og toppanda viðdvöl á Laugarvatni og Apavatni (Ólafur Einarsson 2000). Húsendur uppfylla alþjóðleg viðmið á vetrartíma (33 fuglar) ásamt gulöndum (28 fuglar). Mikið af straumöndum fer um þessar ár á vorin og eins verpa þær talsvert.
Laugará og Brúará eru á náttúruminjaskrá og allt svæðið er á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á svæðinu Laugarvatn–Apavatn–Brúará – Key bird species by the area Laugarvatn–Apavatn–Brúará*
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Húsönd | Bucephala islandica |
Vetur–Winter |
33 |
2006 |
1,7 |
A4i, B1i |
Gulönd | Mergus merganser |
Vetur–Winter |
28 |
2005–2010 |
3,1 |
B1i |
*Byggt á Náttúrufræðistofnun, vetrarfuglatalningar. – From IINH, mid-winter counts. |
Heimildir – References
Arnþór Garðarsson, ritstj. 1975. Votlendi. Rit Landverndar 4. Reykjavík: Landvernd.
Ólafur Einarsson 2000. Iceland. Í Heath, M.F. og M.I. Evans, ritstj. Important Bird Areas in Europe: Priority sites for conservation. Volume I – Northern Europe, bls. 341–363. Cambridge: BirdLife International.