Skarðsfjörður
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Skarðsfjörður coastal lagoon, SE-Iceland, is an internationally important staging site for Limosa limosa (1,010 birds) as well as a moulting area for Somateria mollissima (30,000 birds) and a wintering site for Calidris maritima (1,000 birds).
FG-A 6
Hnit – Coordinates: N64,26264, V15,09779
Sveitarfélag – Municipality: Hornafjörður
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 5.000 ha

Skarðsfjörður er fremur grunnt sjávarlón austast í Nesjum í Hornafirði, með miklum leirum og sjávarfitjum. Til þessa svæðis telst einnig Hornafjarðarós og Austurfjörur, ásamt grunnsævi, frá ósnum að Stokksnesi. Skarðsfjörður er mjög mikilvægur á fartíma og fara þar væntanlega um tugþúsundir fugla. Jaðrakan (1.010 fuglar) nær alþjóðlegum verndarviðmiðum og hugsanlega fleiri tegundir. Um 7.000 tjaldar hafa sést þar samtímis, hátt í 10.000 lóuþrælar, yfir 2.000 sandlóur og 1.000 stelkar. Æðarfuglar í fjaðrafelli ná einnig alþjóðlegum viðmiðum (um 30.000 fuglar) sem og sendlingur að vetri til (1.000 fuglar).
Skarðsfjörður er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá. Ósland við Höfn var friðlýst sem fólkvangur árið 1982.

Helstu fugltegundir í Skarðsfirði – Key bird species in Skarðsfjörður
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Æður1 | Somateria mollissima | Fellir–Moult |
30.000 |
1980 |
3,6 |
A4iii, B1i, B2 |
Sendlingur2 | Calidris maritima | Vetur–Winter |
1.000 |
2011 |
2,0 |
A4i, B1i |
Jaðrakan3 | Limosa limosa | Far–Passage |
1.010 |
1999–2002 |
2,5 |
B2 |
1Arnþór Garðarsson 1982. Endur og aðrir vatnafuglar. Í Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 77–111. Reykjavík: Landvernd. 2Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar – IINH, mid-winter counts. 3Regína Hreinsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson, Kristbjörn Egilsson og Guðmundur Guðjónsson 2006. Gróður og fuglalíf á rannsóknasvæði fyrirhugaðrar vega- og brúargerðar við Hornafjarðarfljót. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-06015. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands. |