Svartá–Suðurá

VOT-N 10

Hnit – Coordinates: N65,36759, V17,29972
Sveitarfélag – Municipality: Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i
Stærð svæðis – Area: um 636 ha

Suðurá er lindá sem kemur upp í Suðurárbotnum, um 450 m y.s., í norðvesturjaðri Ódáðahrauns. Hún fellur um 18 km leið og sameinast þá Svartá, sem rennur úr Svartárvatni í 395 m y.s., um 6 km neðan vatnsins. Svartá heldur nafninu og rennur í Skjálfandafljót 9 km neðar. Þrátt fyrir að umhverfi þessara vatnsfalla sé víðast hvar blásin hraun, þá eru þær lífríkar og mikið er þar af straumönd og húsönd (Aðalsteinn Örn Snæþórsson o.fl. 2016, Ólafur K. Nielsen 2017). Fjöldi húsanda á varptíma (125 fuglar) og e.t.v. á vetrum nær alþjóðlegum verndarviðmiðum. Einnig er þar mikið af straumönd.

Helstu fuglategundir á svæðinu Svartá–Suðurá – Key bird species in the area Svartá–Suðurá*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Húsönd Bucephala islandica Varp–Breeding 125 2016 6,3 A4i, B1i
*Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Yann Kolbeinsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2016. Endur á vatnasviði Svartár og Suðurár í Bárðardal. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-1605. Unnið fyrir SSB Orku ehf. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

English summary

Svartá–Suðurá rivers, N-Iceland, are an internationally important breeding site for Buce­phala islandica (125 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Yann Kolbeinsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2016. Endur á vatnasviði Svartár og Suðurár í Bárðardal. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-1605. Unnið fyrir SSB Orku ehf. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.

Ólafur Karl Nielsen 2017. Svartá í Bárðardal. Náttúruperla í uppnámi! Fuglar 11: 42–43.