Tjörnes (Húsavíkurhöfði–Voladalstorfa)
Kortasjá
Opna í kortasjá – Open in map viewer
English summary
Western Tjörnes coastal area, NE-Iceland, is an internationally important staging site for Calidris canutus (5,225 birds), Calidris maritima (1,113 birds) and Arenaria interpres (1,445 birds) as well as a wintering site for Histrionicus histrionicus (328 birds).
FG-N 3
Hnit – Coordinate: N66,15166, V17,26816
Sveitarfélag – Municipality: Norðurþing, Tjörneshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 1.350 ha

Þetta svæðið nær yfir vesturströnd Tjörness, frá Húsavíkurhöfða að Voladalstorfu, þ.e. fjöru og grunnsævi. Þarna skiptast á sand- og malarfjörur annars vegar og klapparfjörur hins vegar. Miklar þanghrannir safnast sums staðar fyrir í fjörum og sækja vaðfuglar mikið í þarabrúkið í ætisleit, einkum á vorin (Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008). Fjörurnar eru því mikilvægir viðkomustaðir farfugla og þær tegundir sem ná alþjóðlegum viðmiðum eru rauðbrystingur (5.225 fuglar), sendlingur (1.113 fuglar) og tildra (1.445 fuglar). Þá er óvenjumikið af straumönd á þessu svæði á veturna.
Hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá, þ.e. Bakkafjara og Bakkahöfði.

Helstu fuglategundir á Tjörnesi – Key bird species in Tjörnes
Tegund Species |
Latneskt heiti Scientific name |
Árstími Season |
Fjöldi (fuglar) Number (birds) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Straumönd1 | Histrionicus histrionicus |
Vetur–Winter |
328 |
1999 |
2,3 |
A4i, B1i |
Rauðbrystingur2 | Calidris canutus |
Far–Passage |
5.225 |
2008 |
1,5 |
B1i, B2 |
Sendlingur2 | Calidris maritima |
Far–Passage |
1.113 |
2008 |
2,2 |
A4i, B1i |
Tildra2 | Arenaria interpres |
Far–Passage |
1.445 |
2008 |
1,0 |
A4i, B1i |
1Arnþór Garðarsson og Þorkell Lindberg Þórarinsson 2003. Útbreiðsla og fjöldi straumanda á Íslandi að vetrarlagi. Bliki 23: 5–20. 2Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008. Farfuglar í fjörum í nágrenni Bakka á Tjörnesi að vori. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-08004. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands. |
Heimildir – References
Þorkell Lindberg Þórarinsson og Aðalsteinn Örn Snæþórsson 2008. Farfuglar í fjörum í nágrenni Bakka á Tjörnesi að vori. Náttúrustofa Norðausturlands, NNA-08004. Húsavík: Náttúrustofa Norðausturlands.