Vatnajökulsþjóðgarður

VOT-N 15

Hnit – Coordinates: N64,85569, V16,39269
Sveitarfélag – Municipality: Norðurþing, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur,
Hornafjörður, Skaftárhreppur, Ásahreppur, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 1.395.200 ha

Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008 og nær yfir allan jökulinn og stór svæði umhverfis hann, einkum til norðvesturs og suðvesturs. Mikið af jökullausa landinu eru auðnir en við norðausturjaðarinn eru mikil votlendi, þar á meðal Eyjabakkar og Vesturöræfi, sitt hvorum megin Snæfells. Eins eru gróðurvinjar allvíða með talsverðu fuglalífi (Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2010). Til Vatnajökulsþjóðgarðs teljast einnig Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi. Mikið heiðagæsavarp er í fyrrnefndum votlendum og gróðurvinjum og telst svæðið í heild alþjóðlega mikilvægt fyrir heiðagæsir, bæði sem varpland, gróflega áætlað um 2.000 pör, einkum á Vesturöræfum og í Hvannalindum, og eins fyrir geldfugla í fjaðrafelli og þá aðallega á Eyjabökkum. Þar hafa 1.100–13.100 fuglar fellt flugfjaðrir síðan 1979, voru þeir flestir sumarið 1991 og samsvöruðu þá um 6% íslensk-grænlenska heiðagæsastofnsins. Á árunum 2004–2015 voru fuglarnir að jafnaði 3.000–4.000 og um 1% stofnsins á þeim tíma, en fjölgaði í 9.000 fugla sumarið 2016 (Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2017). Í Vatnajökulsþjóðgarði eru einnig þekkt 15 fálkaóðul.

Eyjabakkar eru Ramsar-svæði og á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir í Vatnajökulsþjóðgarði – Key bird species in Vatnajökulsþjóðgarður*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Heiðagæs1 Anser brachyrhynchus Varp–Breeding 2.000 2010 1,6 B1i
Fálki2 Falco rusticolus Varp–Breeding **15 2016 2,3  
*Byggt á Náttúrustofa Austurlands, óbirt gögn. – From East Iceland Nature Research Centre, unpublished data.
**Þekkt óðul. – Known territories.
1Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2011. Vöktun heiðagæsa á vatnasviði Jökulsár á Dal og Jökulsár í Fljótsdal 2005–2010: áhrif Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsir. Náttúrustofa Austurlands NA-110113. Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2011/080. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands; Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.

English summary

The northern region of Vatnajökulsþjóðgarður national park, central Iceland, hosts internationally important numbers of Anser brachyrhynchus, both breeding (roughly estimated 2,000 pairs) and moulting (9,000 birds). Fifteen Falco rusticolus territories are known in the area.

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Halldór Walter Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2010. Fuglar og spendýr á austursvæði Vatnajökuls­þjóðgarðs. Náttúrustofa Norðausturlands. NA-100096. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.

Halldór W. Stefánsson og Skarphéðinn G. Þórisson 2017. Heiðagæsarannsóknir á vatnasviði Kárahnjúkavirkj­unar árið 2016. Náttúrustofa Austurlands, LV-2017-033. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.