Einir (Juniperus communis)

Útbreiðsla

Einirinn er fremur algengur um nær allt landið, þó er lítið af honum í Húnavatnssýslum, Rangárvallasýslu og í Skaftafellssýslu vestanverðri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Mólendi, hraun, kjarr og brekkubrúnir.

Lýsing

Fremur lágvaxinn runni (30–120 sm) með nállaga blöð, eina villta barrtréð á Íslandi.

Blað

Runni með nállaga blöð, oftast jarðlægur en myndar stundum upprétta runna. Nálarnar 8–12 mm á lengd, 1–2 mm breiðar, oddhvassar, íhvolfar eða grópaðar ofan en með kili að neðan (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja í sérbýli. Karlblómin mörg saman í örsmáum (2–3 mm) könglum í blaðöxlunum. Köngulblöðin móleit, þrístrend til tígullaga. Kvenblómin myndast einnig í örsmáum könglum, aðeins þrjú efstu blöð þeirra eru frjó (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hin frjóu blöð kvenkönglanna (þrjú efstu) vaxa saman í stórt berkennt aldin sem er um 8 mm í þvermál, í fyrstu grænt en verður dökkblátt fullþroskað. Neðri köngulblöðin eru dvergvaxin og mynda í sameiningu smábrodd sem er áfastur við berið neðst (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðslukort

Myndir

Author

Hörður Kristinsson 2007

Mólendi, hraun, kjarr og brekkubrúnir.

Biota