Sinubruni á Skarðsströnd í apríl 2008 - rannsóknarniðurstöður

Mikill sinueldur kom upp 16. apríl 2008 á jörðunum Krossi og Frakkanesi á Skarðsströnd og stóð fram á næsta dag. Kortlagning og flatarmálsmæling á svæðinu sýndi að heildarstærð landsins sem brann var 1,05 km². Á eftir sinueldunum miklu á Mýrum 2006 er sinubruninn á Skarðsströnd 2008 einhver sá mesti sem þekktur er hér á landi undanfarna áratugi. Mýrlendi var ríkjandi á brunasvæðinu og hafði sinueldurinn þar lítil varanleg áhrif. Mestu skemmdirnir voru hins vegar á lynggróðri á holtum og móum með sjónum.

Nánari upplýsingar um sinubrunann eru á vef stofnunarinnar. Einnig má nálgast skýrslu um sinubrunann á pdf-formi.