Leiðangur líffræðinga til Surtseyjar 2009

Gróður

Að þessu sinni fannst 61 tegund háplantna á lífi í eynni og hafði þeim fækkað um tvær frá síðasta ári. Engir nýir landnemar komu í leitirnar en gróður heldur þó stöðugt áfram að þéttast og færast út. Í máfavarpinu á suðurhluta eyjarinnar eru það einkum tegundirnar túnvingull, vallarsveifgras og baldursbrá sem eru í mestri sókn. Á sendnu landi við jaðar varpsins og utan þess hafa tegundirnar holurt, melskriðnablóm og kattartunga aukist mikið. Mosar virðast einnig hafa aukist að þekju, einkum á hraunklöppum í máfavarpinu þar sem mikilla áburðaráhrifa gætir frá fuglunum. Ljóstillífun og jarðvegsöndun var mæld í föstum rannsóknareitum í misgrónu landi. Mikill munur var á virkni eftir þéttleika gróðurs.

Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Fjöruarfi á norðurtanga Sursteyjar, móbergsfjallið Austurbunki að baki. Ljósm. Sigurður H. Magnússon. Breiða af hundasúru í sendinni hlíð ofan við máfavarpið. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Blómstrandi skarifífill í máfavarpinu. Ljósm. Sigurður H. Magnússon. Kattartunga í hrauni jaðar máfavarpsins, tegundin er tekin að breiðast út í eynni. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

 

Fuglar

 

Fuglalíf í eynni virtist í svipuðu horfi og síðustu ár. Í máfavarpinu voru talin liðlega 200 pör af svartbak, sílamáf og silfurmáf en mest var af svartbak og sílamáf. Mikið var einnig af fýl, teistu og ritu í varpi. Af landfuglum hafa snjótittlingur, maríuerla og þúfutittlingur komið upp ungum. Hrafnsparið sem verpti í Surtsey annað árið í röð hafði komið upp einum af fimm ungum sínum sem voru í hreiðrinu í vor. Tveir stálpaðir hrafnsungar fundust hins vegar dauðir úr hor. Höfðu þeir komist úr hreiðri en ekki náð að bjarga sér. Heiðlóa og grágæs sem fundust með hreiður í eynni í maí sáust hins vegar ekki og virðist varp þeirra hafa misfarist.

Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands könnuðu sérstaklega hvort sjósvala og stormsvala væru teknar að verpa í Surtsey en þær finnast í nokkrum Vestmannaeyjanna. Þessar tegundir fara leynt og eru einkum á ferli að næturlagi. Farið var á líklega varpstaði og söngur þeirra spilaður af upptökum. Engin köll heyrðust frá þeim eða önnur merki um að þær hafi sest að í Surtsey. Nokkrar aðrar tegundir fugla sáust í eynni, en af þeim vöktu 12 krossnefir mesta athygli. Þeir héldu sig á norðurtanganum þar sem þeir sóttu æti í fjöruarfabreiður.

 

Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Þistilfiðrildi í Surtsey, flækingur frá suðlægum slóðum. Ljósm. Borgþór Magnússon. Krossnefur, fáséður gestur í Surtsey, leitar að æti í fjöruarfabreiðu. Ljósm. Borgþór Magnússon.

 

Smádýr

 

Mjög líflegt smádýralíf var í eynni en það hefur aukist ár frá ári með vaxandi gróðri. Safnaðist mikið í gildrur og háf en sýnin þarfnast frekari greiningar. Ljóst er þó að nokkrar nýjar tegundir hafa borist til eyjarinnar. Þeirra á meðal er frætíta (af ættbálki skortítna) sem er ófleygt skordýr. Ungviðið lifir í mosa en fullorðnu dýrin á fæjum ýmissa plantna. Ertuygla, á lirfustigi, fannst einnig í fyrsta skipti og var hún á haugarfa. Einnig fannst hnoðakönguló í fyrsta sinn. Allmörg þistilfirðildi sáust í ferðinni en þau hafa borist til landsins frá suðlægari slóðum.

 

Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Erling Ólafsson, ásamt Sigurði H. Magnússyni, Ingvari Atla Sigurðssyni og Erpi Snæ Hansen, við skordýragildru í graslendinu í máfavarpinu. Ljósm. Borgþór Magnússon. Karl Gunnarsson og Svanhildur Egilsdóttir við frágang sýna úr fjörum Surtseyjar. Ljósm. Borgþór Magnússon.

 

Aðrar rannsóknir

 

Starfsmenn frá Hafrannsóknastofnuninni könnuðu útbreiðsla þörunga og dýra í fjörum á noðurhluta eyjarinnar. Ekki var að sjá að mikil breyting hefði orðið á lífríki fjörunnar á þeim tíu árum sem liðin eru frá því hún var skoðuð síðast. Sérfræðingur frá Matís rannsakaði örverur í Surtsey. Hann tók sýni af vatni í borholu sem nær langt niður fyrir sjávarmál, en jarðhita gætir í holunni. Einnig tók hann sýni af jarðvegi og bergi. Sýnin verða greind í rannsóknastofu.

 

Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Viggó Þór Marteinsson og Erpur Snær Hansen taka sýni úr borholu. Ljósm. Borgþór Magnússon. Veðurstöðin risin á hrauninu í Surtsey í maí 2009. Ljósm. Borgþór Magnússon.

 

Leiðangursmenn

 

Þátttakendur frá Náttúrufræðistofnun voru Borgþór Magnússon, leiðangursstjóri, Erling Ólafsson og Sigurður H. Magnússon; Bjarni Diðrik Sigurðursson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Karl Gunnarsson og Svanhildur Egilsdóttir frá Hafrannsóknastofnuninni; Ingvar Atli Sigurðsson og Erpur Snær Hansen frá Náttúrustofu Suðurlands og Viggó Þór Marteinsson frá Matís. Hin aldna kempa Sturla Friðriksson tók einnig þátt í leiðangrinum en hann fór fyrir rannsóknum í Surtsey um árabil. Þetta mun hafa verið fimmtugasta heimsókn Sturlu til eyjarinnar.

 

Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands á ársfundi stofnunarinnar á Akureyri árið 2008. Nokkra starfsmenn vantar á myndina. Ljósm. Kjartan Birgisson.
Leiðangursmenn í Surtsey, talið frá vinstri: Erling Ólafsson, Viggó Þór Marteinsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Ingvar Atli Sigurðsson, Svanhildur Egilsdóttir, Sturla Friðriksson, Erpur Snær Hansen, Karl Gunnarsson, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon. Ljósm. Sigurður H. Magnússon.

 

Nýtt rit um rannsóknir í Surtsey

 

Nýlega gaf Surtseyjarfélagið út veglegt rit um rannsóknir í Surtsey. Það er tólfta ritið sem félagið gefur út í ritröðinni „Surtsey Research”, en það fyrsta kom út árið 1965. Í hinu nýja riti eru birtar 16 fræðigreinar um jarðfræði, landlíffræði og sjávarlíffræði. Átta af greinunum eru ritaðar af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar. Ritið er gefið út á ensku og er með formála eftir Steingrím Hermannsson sem var formaður félagsins frá árinu 1965 til vorsins 2009. Steingrímur hefur nýlega hætt formennsku í félaginu en Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands, var kjörinn nýr formaður félagsins á aðalfundi þess í júní 2009. Sjá nánar á heimasíðu Surtseyjarfélagsins.

 

veðurstöðin í Surtsey | vefmyndavél í Surtsey

MEIRA UM SURTSEY Á VEF NÍ