Arnarvarp gekk vel


Assa lítur haukfránum augum á óboðna gesti á setri sínu. Ljósm. Finnur Logi Jóhannsson

Varpsvæði arna nær nú frá Faxaflóa og vestur og norður um í Húnaflóa. Áður urpu ernir um land allt og var stofninn þá tvisvar til þrisvar sinnum stærri en í dag. Fækkun hófst í kjölfar ofsókna og eitrunar á 19. öld og urðu pörin fæst um 20 kringum 1960. Fullorðnir ernir hafa sést í æ ríkari mæli á fornum arnarslóðum á Suðurlandi og Norðurlandi en ekki ílenst þar enn sem komið er.

Náttúrufræðistofnun Íslands fylgist með arnarstofninum í samvinnu við Fuglaverndarfélag Íslands og Náttúrustofurnar í Stykkishólmi og Bolungarvík.