Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst 2010

Heildarfjöldi frjókorna í ágústmánuði á Akureyri reyndist 619 sem er nokkru undir meðaltali, 804 frjó í rúmmetra lofts. Frjókorn hafa verið nær samfellt í lofti á Akureyri í 117 daga eða frá 1. maí til 25. ágúst.

Heildarfjöldi frjókorna í ágúst reyndist sá næst lægsti í 23 ár, 333 frjó í rúm­metra (meðaltalið fyrir ágúst er tæplega 1000 frjó í rúmmetra). Grasfrjó voru algengust eins og alltaf í ágúst, eða rétt rúmlega 230. Helmingur grasfrjóanna kom á einum degi þann 8. ágúst, þegar frjótalan náði 114. Fyrsti dagur sem engin grasfrjó mældust var daginn áður. Slíkir 0-dagar áttu eftir að verða sex eins og í ágúst 2008.

Sjá nánar fréttatilkynningu (pdf)

Frjótölur birtast á síðu 169 í textavarpi RÚV. Einnig má skoða frjótölur á vef Morgunblaðsins. Fjótölur birki- og grasfrjóa birtast á vef Náttúrufræðistofnunar sem súlur á myndriti jafnóðum og tölur liggja fyrir. Þar má sjá hvernig sumarið í ár kemur út m.t.t. frjómælinga fyrri ára.