Skógarmítill á Íslandi

Sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils (Ixodes ricinus) hér á landi. Óskað er liðsinnis dýralækna, heilbrigðisstarfsfólks og almennings við að halda til haga mítlum sem finnast á fólki eða dýrum (hundum og köttum) og senda til rannsókna.Vinsamlegast látið fylgja með allar helstu upplýsingar s.s. nafn (finnanda), dagsetningu, fundarstað, hýsil og hvar hýsill hefur haldið sig vikuna áður.

Skógarmítla má senda á:

Náttúrufræðistofnun Íslands

Urriðaholtsstræti 6-8

212 Garðabæ.

eða

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

Keldnavegi 3

112 Reykjavík

Einnig er hægt að hafa samband við Matthías Alfreðsson, starfsmann Náttúrufræðistofnunar Íslands.