Rjúpnatalningar 2022

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2022 er lokið. Eindregin uppsveifla í stofnstærð greindist í öllum landshlutum nema á austanverðu landinu.

Á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi er stofninn nærri hámarki að stærð, uppsveifla er hafin á Norðausturlandi og Suðurlandi en á Austurlandi er rjúpum líklega að fækka.

Reglubundnar 10–12 ára langar sveiflur í stofnstærð hafa einkennt íslenska rjúpnastofninn. Þessar sveiflur hafa breyst í kjölfar friðunar 2003 og 2004 og samdráttar í veiði frá 2005 og er nú mun styttra milli hámarka en áður og þetta er sérstaklega áberandi á Norðausturlandi.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á stofnbreytingum mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2021–2022 og varpárangri í sumar.

Fréttatilkynning