Samantekt frjómælinga 2022

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2022. Á Akureyri var fjöldi frjókorna aðeins yfir meðaltali en í Garðabæ hafa aðeins einu sinni áður mælst svo fá frjókorn.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 3.838 frjó/m3. Af þeim var hlutfall birkifrjóa 41%, grasfrjóa 32%, asparfrjóa 5% og súrufrjóa 1%. Frjókorn af ýmsum tegundum sem jafnan ber lítið á voru 766 talsins (20%), þar af voru furu-/grenifrjó 10%. Frjóríkasti mánuðurinn var maí en þá voru 1.367 frjó/m3 eða tæplega 36%.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 1.870 frjó/m3. Af þeim voru grasfrjó 48%, birkifrjó 15%, súrufrjó 5% og asparfrjó 3%. Fjöldi frjókorna ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið á var 440 eða tæplega 24%, þar af voru furu- og grenifrjó 9%. Flest frjókorn mældust í júní eða 711 frjó/m3 eða 38% af frjókornum sumarsins.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2022 

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2022