Auglýst eftir gróðurvistfræðingi

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til að taka þátt í spennandi verkefnum stofnunarinnar á sviði gróðurvistfræði. Starfið felur í sér rannsóknir, kortlagningu og greiningarvinnu í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Vöktun og rannsóknir á sviði gróðurvistfræði
  • Kortlagning, greining, flokkun og skráning á vistgerðum landsins
  • Greining á æðplöntum, mosum og fléttum
  • Vinna við mat á verndargildi og gerð válista vistgerða og tegunda
  • Vettvangsvinna og skýrslugerð í ráðgjafaverkefnum
  • Ráðgjöf og fræðsla til sérfræðinga og almennings
  • Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur

Nánari upplýsingar um starfið

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar 2024.