Aldurshlutföll í rjúpnaveiði 2023

Aldursgreiningar í rjúpnaveiði haustið 2023 gengu vel og þokkalega stór sýni fengust úr öllum landshlutum, en markmiðið hefur verið að ná að lágmarki 200 fuglum í hverjum landshluta til greiningar. 

Aldurshlutföll sýna að viðkoma rjúpunnar var léleg og það er í samræmi við mælingar frá því síðsumars. Einu merkin um marktækar sveiflur í aldurshlutföllum úr veiði 2005 til 2023 eru fyrir Vestfirði, en þar var 9 ára sveifla í hlutfalli unga og marktækt neikvætt hnik í tímaröðinni sem nam fjórum árum. Greining á fylgni aldurshlutfalla eftir landshlutum 2005 til 2023 gaf 7 marktæka stuðla af 15, fylgnistuðlarnir voru alltaf jákvæðir og það vorum einkum aðlægir landshlutar sem sýndu marktæka fylgni.

Minnisblað: Aldurshlutföll í rjúpnaveiði 2023