Hrafnaþing: Framandi tegundir á milli fjalls og fjöru

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. mars kl. 15:15–16:00 mun Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Þakið framandi tegundum á milli fjalls og fjöru – um útbreiðslu framandi plöntutegunda á Íslandi“. 

Í erindinu verður leitast við að auka skilning fólks á þeim áskorunum sem ágengar framandi tegundir hafa í för með sér og undirstrikuð nauðsyn þess að gripið verði til samstilltra aðgerða, bæði á heimsmælikvarða og á landsvísu. Rýnt verður í lykilniðurstöður skýrslu milliríkjanefndar um líffræðilega fjölbreytni og þjónustu vistkerfa (IPBES) þar sem fjallað er um líffræðilegt innrásarferli og áhrif ágengra framandi tegunda á heimsvísu. Í erindinu verður einnig sagt frá tveimur nýlegum íslenskum verkefnum sem beinast að dreifingu framandi plöntutegunda.

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í fundaraðstöðu starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar Íslands að Borgum við Norðurslóð, Akureyri. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.