Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2023 er komin út á rafrænu formi. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir fjölbreytta starfsemi stofnunarinnar og tölulegar rekstrarupplýsingar.

Í ársskýrslunni er lögð áhersla á að gefa yfirlit yfir margbreytilega starfsemi stofnunarinnar og verkefni sem voru efst á baugi á árinu. Meðal þeirra eru ýmis rannsóknaverkefni á sviði jarðfræði, gróður- og dýravistfræði, þverfagleg verkefni eins og vöktun Surtseyjar og vöktun náttúruverndarsvæða, og verkefni á sviði náttúruverndar, ráðgjafar og alþjóðasamstarfs. Þá er greint frá útgáfu og miðlun og ársreikningur birtur. 

Ársskýrsla 2023 (pdf)