Hrafnaþing: Esseyja/Island Fiction

 

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 27. nóvmber kl. 15:15–16:00, mun Þorgerður Ólafsdóttir myndlistarkona flytja erindið  „Esseyja/Island Fiction”.

Í erindinu verður fjallað um ritverkið Esseyja / Island Fiction og tilurð þess eftir myndlistarkonuna Þorgerði Ólafsdóttur, sem kom út þann 14. nóvember 2023, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar. Í bókinni er fléttað saman listaverkum, ferðasögum og textum sem fjalla um margslungnar hliðar á tilveru og sögu Surtseyjar.

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams. Fyrir áhugasama þá verður Þorgerður með eintök af bókinni á Hrafnaþingi til sölu.  

Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is.