Hrafnaþing: Gróður og jarðvegur á skeljasandsengjum

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. nóvmber kl. 15:15–16:00, mun Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytja erindið  „Gróður og jarðvegur á skeljasandsengjum - Finnst hin fágæta machair-vistgerð á skeljasandsengjum á Íslandi?“ 

Í erindinu verður greint frá niðurstöðum rannsókna á gróðri og jarðvegi á skeljasandsengjum, mögulegri machair-vistgerð, þar sem meðal annars var kannað hvort gróður og jarðvegur væri frábrugðinn á svæðum þar sem svartur sandur er ríkjandi í jarðvegi. Þá verða niðurstöður bornar saman við lýsingu á machair-vistgerðinni og kannað hvort skilyrði fyrir henni eru uppfyllt á skeljasandsengjum Vesturlands og Vestfjarða.

Útdráttur úr erindinu

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.

Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is.