Starfsfólk Náttúrufræðistofnunnar flaug mælingaflug yfir gosstöðvarnar við Sundhnúksgíga á Reykjanesi 23. nóvember síðastliðinn til að mynda eldgosið sem hófst 20. nóvember. Mælingar sýna að flatarmál hraunsins var orðið í kringum 8,6 km2 og rúmmálið um 43 milljón m3. Áhugasöm geta skoðað nýjustu þrívíddarlíkön af gossvæðinu við Sundhnúksgíga sem eru unnin af myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar í samstarfi við Almannavarnir og Háskóla Ísland.
Hraunelfar við Sundhnúksgíga á Reykjanesi. Í fjarska sér í Grindavík.