Náttúrufræðistofnun tekur þátt í aðþjóðlegri áskorun sem felst í því að birta fjölbreytt kort á hverjum degi í nóvember. Áskorun nefnist kort í þrjátíu daga (e. #30DayMapChallenge) og hægt verður að fylgjast með áskoruninni undir myllumerkinu á samfélagsmiðlum.
Áhugasömum er bent á að fylgast með okkur á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Jafnframt er hægt að glöggva sig á vinnslunni við kortagerðina og fá að prófa sig áfram með kóðanna.
Kort af hálendi Íslands – Ljósm. Halldór G. Pétursson