Út er komin skýrsla frá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn (RAMÝ), þar sem fjallað er um rannsóknir á lífríki Mývatns og Laxár og starfsemi stofnunarinnar árið 2023. Rannsóknastöðin, sem hefur um áratuga skeið fylgst með breytingum á lífríki svæðisins, birtir hluta af gögnum sínum í ársskýrslum.
Ársskýrsla 2023 felur í sér gögn um langtímarannsóknir á vatnafuglum, sviflífverum, botngróðri og hornsílum, sem veita mikilvægar upplýsingar um breytingar og þróun lífríkisins við Mývatn og Laxá.
Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn hefur nú sameinað krafta sína með Náttúrufræðistofnun Íslands og Landmælingum Íslands í nýja Náttúrufræðistofnun, sem mun efla rannsóknir og vöktun náttúrufars á Íslandi enn frekar.