Eitt og hálft örnefni á hverjum klukkutíma

Í desember kom út fjórða útgáfa ársins af örnefnum í stafræna gagnagrunninum IS 50V en vikulega birtast ný og yfirfarin örnefni í vefsjám

Nýjustu tölur sýna að örnefnagrunnurinn inniheldur nú um 188.600 örnefni, sem er aukning um 13.000 örnefni frá því fyrir ári síðan. Þetta þýðir að á meðaltali bættust við 1,5 örnefni á hverjum klukkutíma ársins. Samtals voru gerðar um 20 þúsund breytingar eða lagfæringar í grunninum á síðasta ári.

Örnefnateymi Náttúrufræðistofnunar hefur hnitað inn fjölda örnefna út frá kortum og loftmyndum sem finnast á drifum og í skjalasafni stofnunarinnar. Teymið er í góðu sambandi við skráningaraðila um allt land, sem vinna að skráningu örnefna í sjálfboðavinnu. Reglulega er unnið að lagfæringum á grunninum, meðal annars með því að breyta línum og punktum í fláka þar sem fyrirbærin ná yfir stór svæði, auk þess sem  heimildir örnefnanna eru staðfestar. Örnefnateymið á einnig í nánu samstarfi við sérfræðinga við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og ber undir þá vafaatriði. 

 Örnefnagrunninn má nálgast á niðurhalssíðu Náttúrufræðistofnunar.