Höfnin í Hafnarfirði. – Ljósm. Ingibjörg Smáradóttir
Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. desember kl. 15:15–16:00, mun Ingibjörg Smáradóttir, skjalastjóri hjá Náttúrufræðistofnun flytja erindið “Myrkurgæði, hvað er nú það?”.
Í erindinu verður fjallað um rannsóknir tengdar myrkurgæðum og áhrif ljósmengunar á umhverfið.
Myrkurgæði vísa til þess hversu lítið ljós er til staðar á ákveðnu svæði, sem gerir það auðveldara að sjá stjörnurnar og næturhimininn. Þetta hugtak er oft notað í samhengi við ljósmengun, sem er þegar óþarfa eða óviðeigandi ljós truflar náttúrulegt myrkur. Góð myrkurgæði eru mikilvæg fyrir ýmsa hópa, eins og stjörnufræðinga, náttúruunnendur og ferðamenn, en sýn á stjörnuhimnininn og norðurljósin verða betri ef það eru góð myrkurgæði. Einnig stuðla góð myrkurgæði að heilbrigðari vistkerfum þar sem dýr og plöntur geta fylgt náttúrulegum dægursveiflum sínum án truflana frá ljósum.
Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.
Hægt er að fylgjast með dagskrá Hrafnaþings á vef Náttúrufræðistofnunar og áhugasömum er bent á að skrá sig á póstlista á natt@natt.is.