Gróðurlítil hálendisvötn
V1.5 Gróðurlítil hálendisvötn
EUNIS-flokkun: Nýr flokkur, tillaga. C1.19 Icelandic sparsely vegetated highland lakes; fjörubelti – littoral zone: C3.64 Exposed unvegetated freshwater lake sands and shingles.


Lýsing
Hálendisvötn á hrjóstrugu og gróðursnauðu vatnasviði. Strandlengja er grýtt og gróðurlítil. Vatnsstaða getur verið breytileg og er háð grunnvatnsstöðu, úrkomu og leysingum. Vötnin leggur iðulega og ísa leysir seint, oft eru snjóskaflar við vatnsbakka í sumarlok.
Vatnagróður
Gróðurþekja á setbotni er lítil og tegundir fáar. Einkennistegundir eru kransþörungarnir tjarnanál og vatnanál, einnig eru mosar algengir. Æðplöntur eru afar sjaldséðar, þar á meðal síkjamari (Myriophyllum alterniflorum) og þráðnykra (Stuckenia filiformis), sem eru mjög algengar í íslenskum vötnum.
Botngerð
Grýtt eða malarkennt fjörubelti er meðfram bökkum. Fyrir utan fjörubeltið tekur við sendinn eða þéttur fínkornóttur botn.
Efnafræðilegir þættir
Afar næringarefnasnauð vötn m.t.t. fosfórs (P), niturs (N) og blaðgrænu. Rafleiðni og sýrustig (pH) mælist mjög lágt og með því lægsta sem mælist í stöðuvötnum á Íslandi.
Miðlunargerð vatnasviðs
Aðallega snjómiðlun (4200) og setmiðlun (3300), einnig á lekum svæðum (2100 og 2200).
Fuglar
Mjög lítið fuglalíf.
Útbreiðsla
Finnst eingöngu á hálendi, í að meðaltali um 550 m h.y.s.
Verndargildi
Lágt.

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species | % | |
---|---|---|
Vatna-/tjarnanál | Nitella flexilis/opaca | 63 |
Lindakló | Sarmentypnum exannulatum | 63 |
Ármosi | Fontinalis antipyretica | 25 |
Lækjalúði | Hygrohypnum ochraceum | 25 |
Ógr. leppmosi | Scapania sp. | 25 |
Skriðlíngresi | Agrostis stolonifera | 13 |
Vorbrúða | Callitriche palustris | 13 |
Tjarnanál | Nitella opaca | 13 |
Almosi | Blindia acuta | 13 |
Dýjahnappur | Philonotis fontana | 13 |

