Súr vötn
V1.9 Súr vötn
EUNIS-flokkun: Nýr flokkur, tillaga. C1.B Icelandic acidic lakes; fjörubelti – littoral zone: C3.64 Exposed unvegetated freshwater lake sands and shingles.


Lýsing
Gígvötn með hveravirkni í botni sem veldur því að sýrustig (pH) vatnsins er mjög lágt, þ.e. súrt. Aðeins tvö súr vötn eru þekkt, Grænavatn í Krýsuvík og Víti við Öskjuvatn. Vatnsbakkar eru brattir og ógrónir. Vötnin eru gruggug og sjóndýpi lítið, aðeins örfáir metrar hið mesta. Vötnin eru nokkuð djúp; Grænavatn er 45 m og Víti er talið um 8 m.
Vatnagróður
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífríki súrra vatna. Tegundafábreytni einkennir vötnin og æðplöntur eru ekki til staðar, líklega vegna lágs sýrustigs (pH) og gruggs. Fundist hafa botnlægir grænþörungar og smásæir svifþörungar og hugsanlega geta þrifist þar aðrar lífverur sem aðlagaðar eru þessu sérstaka umhverfi, t.d. örverur.
Botngerð
Möl og fíngert set.
Efnafræðilegir þættir
Styrkur fosfórs(P), niturs (N) og blaðgrænu er óþekktur. Sýrustig (pH) vatns er lágt (pH 3) og rafleiðni er há, um 800 µS/cm í Grænavatni og 1325 µS/cm í Víti. Einnig getur vatnshiti verið hærri en gengur og gerist vegna jarðhita.
Miðlunargerð vatnasviðs
Á hriplekum (2100) og treglekum (2200) svæðum.
Fuglar
Ekkert fuglalíf að staðaldri.
Útbreiðsla
Finnst á virku gosbeltum landsins, á há- og láglendi. Á Íslandi eru aðeins þekkt tvö súr vötn, Grænavatn og Víti.
Verndargildi
Hátt.
