Brimasamar sandfjörur

F2.11 Brimasamar sandfjörur

EUNIS-flokkun: A2.22 Barren or amphipod-dominated mobile sand shores.

Lýsing

Mjög skjóllitlar sandfjörur, yfirleitt tiltölulega mjóar ræmur fyrir opnu hafi. Sandurinn hreyfist oft og mikið, sem skapar erfið lífsskilyrði. Svartar sandfjörur eru einkennandi fyrir Ísland og eru nánast samfleytt um mestallt Suðurland. Sjaldgæfari eru ljósar sandfjörur og eru þær að mestu leyti á sunnanverðu Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Máfar og selir sjást oft á þessum fjörum en að öðru leyti virðast þær lífvana. Þó er fjöldi örsmárra dýra niðurgrafinn í fjörusandinn, t.d. flatormar, þráðormar og krabbaflær (Emil Ólafsson 1991, Delgado o.fl. 2003). Stundum rekur fiska og önnur dýr upp í fjörurnar, sem fjöldi fugla nýtir sér til fæðu.

Fjörubeður

Möl, sandur.

Fuglar

Mjög lítið og fábreytt fuglalíf nema þar sem fisk eða annað æti rekur á fjörur.

Útbreiðsla

Mestöll fjaran frá Þjórsárósum og austur til Hamarsfjarðar, auk allstórra svæða, m.a. við Héraðsflóa, Öxarfjörð og Skjálfandaflóa.

Verndargildi

Lágt.

Áberandi dýr – Conspicuous animals
Iðormar Turbellaria
Þráðormar Nematoda
Ánar Oligochaeta
Krabbaflær Copepoda
Sjómaurar Halacaridae
Burstaormar Polychaeta

 

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir

Delgado J.D., Núnez J., Riera R. & Monterroso Ó. 2003. Abundance and diversity patterns of annelids from intertidal sandy beaches in Iceland. Hydrobiologia 496: 311-319.

Emil Ólafsson 1991. Intertidal meiofauna in Iceland. Ophelia 33(1): 55-65.