Fjörumór
F2.5 Fjörumór
EUNIS-flokkun: A1.127 Ceramium sp. and piddocks on eulittoral fossilised peat.


Lýsing
Fjörumór er setfjara sem einkennist af mjög þéttum setlögum sem upphaflega mynduðust í votlendi eða ferskvatnstjörnum. Þar sem sjór hefur síðar gengið yfir, myndar mórinn fremur hart undirlag fjörunnar, en ofan á liggur oft þunnt leirlag. Fjörupollar eru oft áberandi í fjörumó og lífríki þeirra er auðugt. Fjörumór einkennist af smávöxnum og ungum þangplöntum, steinslýi og brimskúf, sem spretta upp á vorin og þekja fjöruna yfir sumarið. Í mónum er oft stöku grjót sem er vaxið þangi. Þessi vistgerð hefur lítið verið rannsökuð hér á landi.
Fjörubeður
Harður mór, leir.
Fuglar
Ýmsir fjörufuglar leita hér ætis.
Útbreiðsla
Hefur til dæmis fundist í Faxaflóa, þ.e. í Seltjörn á Seltjarnarnesi, Hofstaðavogi við Kjalarnes og framan við Blautós við Akranes. Líklegt er að þessi vistgerð finnist á fleiri stöðum.
Verndargildi
Miðlungs.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Brimskúfur | Acrosiphonia arcta | Kræklingur | Mytilus edulis |
Grænþörungsættkvísl | Ulva spp. | ||
Steinslý | Pylaiella littoralis | ||
Bóluþang | Fucus vesiculosus | ||
Klóþang | Ascophyllum nodosum |
