Grýttar fjörur

F1 Grýttar fjörur

EUNIS-flokkun: A1 Littoral rock and other hard substrata.

Lýsing

Fjörubeður einkennist af hörðum klöppum og stórgrýti. Hann, ásamt brimasemi, ræður miklu um lífsskilyrði og hvernig vistgerðin skiptist í undirflokka. Aðrir eðlisþættir sem móta lífríkið eru halli fjörunnar, munur flóðs og fjöru, sjávarhiti og selta. Í klappar- og stórgrýtisfjörum hafa þörungar betri festu og þola betur brimrót en í fjörum þar sem undirlag er lausara. Stærri þörungar vaxa aðeins þar sem undirlag er nógu fast fyrir og veltur ekki í brimróti. Því meira sem brim er, þeim mun haldbetra þarf undirlagið að vera til að þörungar fái þrifist. Þeir þrífast einnig illa í klappar- og stórgrýtisfjörum þar sem laus möl og sandur skolast til með öldum og skrapa gróður af undirlaginu. Smávaxnir einærir þörungar geta þó vaxið tímabundið á slíkum stöðum á meðan sjór er kyrr á sumrin. Í mjög brimasömum og grýttum fjörum, þar sem lítið vex af þörungum, eru hrúðurkarlar gjarnan áberandi.

Fjörubeður

Klappir, stórgrýti, hnullungar, steinvölur.

Útbreiðsla

Allt í kringum landið nema á söndum suðurstrandarinnar, þ.e. frá Stokkseyri og austur í Hvalnesskriður.

Opna í kortasja – Open in map viewer

Margt býr í fjörunni – Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum á RÚV 28.10.2018).