Líflitlar sandfjörur

F2.1 Líflitlar sandfjörur

EUNIS-flokkun: A2.2 Littoral sand and muddy sand.

Lýsing

Gróðurlausar sandfjörur, einkum þar sem árframburðar gætir umtalsvert. Sums staðar eru stöku steinar áberandi. Í hallalitlum fjörum getur sandyfirborðið orðið gárótt vegna ölduhreyfinga. Fjörusandurinn þornar misvel milli sjávarfalla og fer það eftir halla og grófleika setsins hversu langan tíma það tekur. Grófur sandur velkist auðveldlega til þótt brimasemi sé ekki mikil. Þessir þættir, ásamt töluverðum árframburði, skapa erfið lífsskilyrði. Við fyrstu sýn virðist vistgerðin heldur lífvana, því þar vaxa engar plöntur og dýr eru alla jafna mjög smágerð og falin í sandinum, þótt tegundir geti verið allmargar, einkum í skjólsælum fjörum með fínu eða meðalgrófu seti. Eigi að síður er tegundafjölbreytni að jafnaði fremur lítil. Líflitlar sandfjörur geta verið allt frá víðáttumiklum strandlengjum og niður í lítil og afmörkuð svæði innan um aðrar fjöruvistgerðir.

Fjörubeður

Möl, sandur, (leir).

Fuglar

Mjög lítið og fábreytt fuglalíf. Sanderla sækir þó sums staðar í sandfjörur þar sem krabbadýr rótast upp í flæðarmálinu.

Útbreiðsla

Eru í mismiklum mæli út um allt land.

Verndargildi

Lágt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Áberandi dýr – Conspicuous animals
Ánar Oligochaeta
Þráðormar Nematoda
Snúðormategund Spirorbis borealis
Iðormar Turbellaria
Lónaþreifill Pygospio elegans
Burstaormategund Capitella capitata
Mottumaðkur Halichondria panicea