Setfjörur

F2 Setfjörur

EUNIS-flokkun: A2 Littoral sediment.

Lýsing

Gróðurlaus fjara að mestu leyti. Á stöðum þar sem fjörubeður er grófgerður kemur brimasemi í veg fyrir að gróður nái festu og á skjólsælum leirum er undirlagið of mjúkt fyrir fjörugróður. Tegundasamsetning fjörulífríkisins ræðst af brimasemi og grófleika fjörusets; því grófara sem fjörusetið er og halli fjörunnar meiri, þeim mun betur rennur sjórinn úr setinu þegar fjarar út. Tegundafjölbreytni er yfirleitt mest í skjólsælum fjörum með fínu og meðalgrófu seti sem heldur vel í sér raka þegar lágsjávað er. Fáar tegundir þrífast þó í þéttum súrefnissnauðum leir sem liggur misdjúpt undir yfirborðinu.

Fjörubeður

Steinvölur, möl, sandur, leir.

Útbreiðsla

Allt landið.

Opna í kortasjá – Open in map viewer

Margt býr í fjörunni – Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum á RÚV 28.10.2018).