Alaskalúpína
L14.4 Alaskalúpína
Eunis-flokkun: E5.15 Land reclamation forb fields.


Lýsing
Mjög gróskumikið blómlendi vaxið alaskalúpínu, grösum og blómjurtum. Finnst í vaxandi mæli á friðuðu landi, þar sem lúpínu hefur verið sáð eða plantað og hún breiðst um mela, moldir, skriður, holt og lyngmóa. Land er vel gróið, gróður hávaxinn, æðplöntur eru ríkjandi, talsvert mosalag í sverði þar sem úrkomusamt er.
Útbreiðsla
Finnst á landgræðslu- og skógræktarsvæðum og beitarfriðuðu landi á láglendi í öllum landshlutum. Algengust á Suður- og Suðvesturlandi og á Norðausturlandi.
