Rústamýravist
L8.8 Rústamýravist
Eunis-flokkun: D3.1 Palsa mires.


Lýsing
Hallalítið, vel gróið, mosaríkt votlendi með fjölbreyttum gróðri, hátt til fjalla, þar sem meðalárshiti er um eða undir -2 Cº. Yfirborð er breytilegt, tjarnir, flóar, smálækir og rústir með klakalinsum, yfirleitt klæddar flétturíkum mólendisgróðri. Gróska og hæð gróðurs er breytileg, mest í votlendi á milli rústa.
Plöntur
Vistgerðin er miðlungi rík af æðplöntutegundum, mjög rík af mosum og fremur rík af fléttum. Ríkjandi tegundir æðplantna eru hálmgresi (Calamagrostis stricta), fjallavíðir (Salix arctica), grasvíðir (S. herbacea) og klófífa (Eriophorum angustifolium). Algengastir mosa eru móasigð (Sanionia uncinata), roðakló (Sarmentypnum sarmentosum), bleytuburi (Sphagnum teres), seilmosi (Straminergon stramineum) og lindakló (Sarmentypnum exannulatum) en algengustu fléttur eru broddskilma (Ochrolechia frigida), torfubikar (Cladonia pocillum), hreindýrakrókar (C. arbuscula), skarlatbikar (C. borealis) og fjallabikar (C. stricta).
Jarðvegur
Lífræn jörð er ríkjandi en áfoksjörð finnst einnig, jarðvegur er fremur þykkur, frekar ríkur af kolefni og sýrustig í meðallagi.
Fuglar
Allfjölbreytt fuglalíf, þéttleiki mófugla er mikill, lóuþræll (Calidris alpina) og óðinshani (Phalaropus lobatus) eru einkennistegundir. Andfuglar, einkum heiðagæs (Anser barachyrhynchus) og hávella (Clangula hyemalis), eru einnig áberandi.
Líkar vistgerðir
Rekjuvist og hengistararflóavist.
Útbreiðsla
Finnst í votlendi á hálendinu, einkum í Þjórsárverum, Guðlaugstungum, á Hofsafrétt og á heiðum inn til lands á Austurlandi.
Verndargildi
Mjög hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

