Uppgræðslur
L14.5 Uppgræðslur
Eunis-flokkun: Nýr flokkur, tillaga. E5.16 Land reclamation grass fields.


Lýsing
Svæði þar sem grösum hefur verið sáð til uppgræðslu og áburði dreift, á melum, söndum, í vegköntum og öðru raski. Grös viðhaldast að jafnaði við endurtekna áburðargjöf en gisna og hverfa eftir að henni er hætt á nokkrum árum. Þar sem aðstæður eru góðar þróast gróður yfir í moslendi og mólendi er árin líða.
Útbreiðsla
Í einhverjum mæli um allt land en mest á mela-, sanda- og uppblásturssvæðum landsins þar sem landgræðsla er stunduð, svo sem í Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Skaftafellssýslum, Suður-Þingeyjarsýslu og á hálendinu við Blöndulón og Hálslón.