Hvítmáfur (Larus hyperboreus)

Útbreiðsla

Hvítmáfur verpur einkum í heimskautalöndum umhverfis norðurhvel jarðar. Hér eru varpstöðvar hans nær eingöngu vestanlands, einkum við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. 

Stofnfjöldi

Varpstofninn var metinn 10.000−15.000 pör upp úr 1990 (Umhverfisráðuneytið 1992) og virðist það vera nokkuð vel í lagt miðað við fyrirliggjandi gögn. Hvítmáfi hefur fækkað hér mikið á síðustu áratugum og var stofninn talinn 2.400 pör á árunum 2005−2009 (Ævar Petersen o.fl. 2014). 

Válistaflokkun

EN (tegund í hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
EN LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 12,4 árTímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1977–2014

Margt bendir til þess að hvítmáfum hafi fjölgað sem varpfuglum hér á landi á seinni hluta 20. aldar en talningar eru fáar og strjálar, sérstaklega framan af frá Vestfjörðum. Mikil fækkun (um eða yfir 80%) varð í flestum hvítmáfsvörpum á tiltölulega stuttum tíma frá því kringum 1990 og fram til 2009 (Ævar Peteren o.fl. 2014, Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Vetrarvísitala sem endurspeglar bæði íslenska varpfugla og vetrargesti sýnir samfellda fjölgun (meira en þreföldun) frá 1952 til um 1985 (sjá graf). Síðan fækkaði hvítmáfum samfellt til 2014 og nam sú fækkun um 55%. Á viðmiðunartímabilinu sem var litlu lengra (1977-2014) var fækkunin um 49%. Hvítmáfur er því flokkaður sem tegund í hættu (EN, A2abc).

Viðmið IUCN: A2abc

A2. Fækkun í stofni ≥50% á síðustu 10 árum eða síðustu þremur kynslóðum, hvort sem er lengra, þar sem fækkunin eða orsakir hennar hafa ekki stöðvast EÐA eru óþekktar EÐA eru óafturkræfar; byggt á athugun, mati, ályktun eða grun samkvæmt eftirtöldum atriðum:(a) beinni athugun,(b) stofnvísitölu sem hæfir tegundinni,(c) samdrætti á dvalar- eða varpsvæði, útbreiðslusvæði og/eða hnignun búsvæðis.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Hvítmáfur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Hvítmáfur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Veiðirétthafa er heimilt að taka egg hvítmáfs en þó aldrei eftir 15. júní ár hvert.

Á takmörkuðum svæðum, þar sem eggja- eða ungataka hvítmáfs taldist til hefðbundinna hlunninda 1. júlí 1994, skulu friðunarákvæði laga nr. 64/1994 ekki vera til fyrirstöðu því að veiðirétthafi megi nytja þau hlunnindi eftirleiðis.

Samkvæmt reglugerð 456/1994 er heimilt er að veiða hvítmáf frá 1. september til 15. mars.

Válisti

Breiðafjörður hafði um langt skeið alþjóðlega þýðingu fyrir hvítmáfa hér á landi, þ.e. áður en stofninn hrundi upp úr 1995. Laust fyrir 1990 urpu á þessu svæði 4.500–5.000 pör (Ævar Petersen 1989), langflest að vísu í fjöllunum umhverfis fjörðinn, þ.e. utan núverandi verndarsvæðis. Um 76% stofnsins verpa innan mikilvægra fuglasvæða (sjá töflu).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: N-Atlantshaf = 1.760 pör/pairs (Ævar Petersen o.fl. 2015)

B1 i: A4 i

Töflur

Hvítmáfsvörp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Colonies of Larus hyperboreus in important bird areas in Iceland.

Svæði AreaSvæðisnúmer Area codeÁrstími SeasonFjöldi (pör) Number (pairs)Ár Year% af íslenskum stofni % of Icelandic popul.Alþjóðlegt mikilvægi International importance
Snæfellsnes  SF-V_7 B 40 2005–2008 1,7 B2
Breiðafjörður**   B 1.320 2005–2011 55,0 A4ii, A4iii, B1ii, B2
Sandsfjöll  SF-V_12 B 50 1990 2,1 A4ii, B1ii, B2
Tálkni SF-V_16 B 39 2009 1,6 B2
Barði  SF-V_21 B 40 2009 1,7 A4ii, A4iii, B1ii, B2
Hrafnaskálarnúpur  SF-V_22 B 58 2009 2,4 B2
Göltur–Öskubakur  SF-V_24 B 31 2009 1,3 A4ii, B1ii, B2
Stigahlíð–Deild  SF-V_25 B 139 2009 5,8 B2
Vébjarnarnúpur  SF-V_29 B 40 2009 1,7 A4ii, B1ii, B2
Önnur mikilvæg svæði Other important areas   B 80   3,3  
Alls–Total     1.837   76,5  
*byggt á Ævar Petersen o.fl. 2014. **Verndarsvæði Breiðafjarðar ásamt nærliggjandi fjöllum/Breiðafjördur Nature Reserve and cliffs and mountains adjacent to it: SF-V 8 Breiðafjörður og FG-V 11 Breiðafjörður

Myndir

Heimildir

Umhverfisráðuneytið 1992. Iceland: national report to UNCED. Reykjavík: Umhverfisráðuneytið.

Ævar Petersen 1989. Náttúrufar í Breiðafjarðareyjum. Í Árni Björnsson, Eysteinn G. Gíslason og Ævar Petersen. Breiðafjarðareyjar. Árbók Ferðafélag Íslands 1989, bls. 17‒52. Reykjavík: Ferðafélag Íslands.

Ævar Petersen, Sverrir Thorstensen og Böðvar Þórisson 2014. Útbreiðsla og breytingar á fjölda hvítmáfa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 84: 153–163.

Ævar Petersen, D.B. Irons, H.G. Gilchrist, G.J. Robertson, D. Boertmann, H. Strøm, M. Gavrilo, Y. Artukhin, D.S. Clausen, K.J. Kuletz og M.L. Mallory 2015. The status of Glaucous Gulls Larus hyperboreus in the circumpolar Arctic. Arctic 68: 107–120.

Author

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018

Biota

English Summary

The Larus hyperboreus population in Iceland has declined rapidly during the last two decades and is estimated 2,400 pairs c. 2007. No areas in Iceland currently meet IBA criteria for this species, but 76% of the birds breed in IBAs designated for other species.

Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, A2abc), uplisted from Least concern (LC) in 2000.