Klaufdýr (Artiodactyla)

Almennt

Ættbálkur klaufdýra er afar stór og sundurleitur hópur spendýra sem finnast í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins og Eyjaálfu. Sameiginleg einkenni allra klaufdýra er að fyrstu tá vantar en þriðja og fjórða tá mynda klaufir sem þaktar eru þykku horni. Klaufdýr eru jurtaætur með sérstakt meltingarkerfi til að melta jurtatrefjar og sum þeirra eru jórturdýr. Á Íslandi eru og hafa verið klaufdýr af ætt hjartardýra (hreindýr) og slíðurhyrninga (sauðnaut).

Hér er fjallað um klaufdýr sem hafast við á Íslandi að staðaldri.

Höfundur

Ester Rut Unnsteinsdóttir október 2018

Biota