12. mars 2025. Anna Bára Másdóttir: Svipfarsbreytileiki og stofnerfðafræði íslenska heimskautarefsins (Vulpes lagopus)

Anna Bára Másdóttir doktorsnemi hjá Náttúrufræðistofnun og Háskóla Íslands flytur erindið Svipfarsbreytileiki og stofnerfðafræði íslenska heimskautarefsins (Vulpes lagopus) á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. mars 2025 kl.15:15.

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu.

Heimskautarefurinn (Vulpes lagopus) á Íslandi er í sérstöðu vegna einangrunar sinnar frá öðrum stofnum og aðlögun að skilyrðum landsins. Fyrri rannsóknir á íslenska refnum benda til að breytileiki sé til staðar innan landsins þar sem greiningar á erfðavísum og fæðuvali gáfu til kynna að hér væru tvær vistgerðir, strandarefir og innsveitarrefir. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að meta þennan breytileika nánar milli mismunandi búsvæða á Íslandi með greiningu á svipgerðareinkennum og erfðum. Á Náttúrufræðistofnun er stórt safn refakjálkabeina (~13 þúsund) sem hafa verið stærðarmældir síðan söfnun hófst árið 1979 og hér verður einblínt á greiningar á þessum kjálkabeinum ásamt breytileika í erfðamengjum til að varpa ljósi á aðlögun og fjölbreytileika refastofnsins á þremur svæðum á landinu: Árnessýslu, N-Ísafjarðasýslu, og N-Múlasýslu. Stærðarmælingarnar og lögun kjálkanna verða skoðuð og breytileiki milli svæða og tímabila kannaður. Niðurstöðurnar verða síðan nýttar til þess að tengja aðlögun og þróun kjálkabeinanna við breytilegt fæðuval og nýtingu vitskerfa. Erfðabreytileiki refa frá þessum svæðum verður einnig skoðaður til að meta aðgreiningu stofnsins hérlendis með því að greina breytileikann bæði innan og milli svæðanna. Niðurstöður þessa verkefnis munu veita frekari innsýn í stofngerð tófunnar og leggja grunn að þróun líkans til að meta stofnstærð og stofnbreytingar íslenska heimskautarefsins yfir landið.