15. janúar 2020. Árni Einarsson: Vöktun á hrygningu bleikjunnar í Mývatni

Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn flytur erindi á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:15.

Bleikjan í Mývatni er sérstakur stofn sem um skeið var svo fáliðaður að hætta var á að hann hyrfi. Fylgst er náið með honum með rannsóknanetum og unnið er að reiknilíkani sem bætir skilning okkar á stofnbreytingum. Með drónatækni má nú einnig fylgjast með hrygningarvirkni fiskanna á riðastöðvum þeirra. Í erindinu verður fjallað um notkun þessarar tækni við silungsrannsóknir í Mývatni.