22. nóvember 2023. Sydney R. Gunnarson: Landslagsbreytingar á Íslandi: sögulegt loftmyndakort LMÍ

Sydney R. Gunnarson sérfræðingur fjarkönnunar hjá Landmælingum Íslands flytur erindið „ Landscape Changes in Iceland: Historical Aerial Imagery Map // Landslagsbreytingar á Íslandi: sögulegt loftmyndakort LMÍ“ á Hrafnaþingi 22. nóvember 2023 kl. 15:15.

Erindið verður flutt í Krummasölum, fundarherbergi Náttúrufræðistofnunar Íslands á 3. hæð í húsnæði stofnunarinnar í Urriðaholti, Garðabæ. Erindið verður einnig flutt í beinni útsendingu á Youtube.

Í nær heila öld hefur loftmyndum verið safnað á Íslandi til að leggja mat á landslagsbreytingar. Sem betur fer hefur mikið af því verðmæta safni, sem spannar um 80 ár eða aftur til ársins 1939, verið varðveitt á kvikmyndaformi í Loftmyndasafni Landmælinga Íslands. Nú hafa Landmælingar opnað aðgengi að þessum myndum á stafrænu formi í Loftmyndasjá, sem er nýtt opið vefkort með sögulegum loftmyndum. Í Loftmyndasjá geta notendur borið saman myndefni frá ári til árs á vefnum eða með GIS-hugbúnaði og jafnvel hlaðið niður myndum til notkunar í rannsóknum, útgáfum eða skýrslum. Núna eru komin í Loftmyndasjá um 10% af heildarsögusafni LMÍ og vikulega bætast við fleiri gögn. Dæmi um notkun gagnanna eru meðal annars að fylgjast með jöklabreytingum, eldgosum, jarðvegsrofi/vistfræðilegum breytingum, þéttbýlismyndun, eignarhaldi á landi og margt fleira.

Útdráttur á ensku:
For nearly a century, aerial imagery has been collected in Iceland in order to evaluate landscape changes, and luckily much of that valuable archive has been preserved in film format in the loftmyndasafn (Historical Aerial image Archive) at Landmælingar Íslands, which spans about 80 years, or back to 1939. Now, Landmælingar has started making these images available in digital format on the Loftmyndasjá: a new, open-access, web map of historical aerial imagery.  In Loftmyndasjá, users can compare imagery from year-to-year online or in GIS software, and even download images for use in research, publications, or reports. Currently the Loftmyndasjá contains about 10% of the total LMÍ historical archive, and more data is being added weekly. Applications for use include glacier changes, volcanic eruptions, soil erosion/ecological changes, urbanization, land ownership, and much more.