26. apríl 2023. Stephen J. Hurling: Vistfræði nætursjófugla í Vestmannaeyjum

Stephen J. Hurling doktorsnemi við Landbúnaðarháskóla Íslands flytur erindi um vistfræði nætursjófugla í Vestmannaeyjum á Hrafnaþingi 26. apríl 2023 kl. 15:15. Erindið nefnist „Novel methodologies in tracking and population; uncovering the mysteries of Iceland’s nocturnal seabirds“ og verður flutt á ensku.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ. Erindið verður einnig flutt í beinni útsendingu á Youtube.

Útdráttur á íslensku

Á heimsvísu er þriðjungur allra sjófuglategunda í útrýmingarhættu, þar á meðal eru svölur taldar í mestri hættu. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þrjár tegundir nætursjófugla sem verpa hér á landi: sjósvölu (Hydrobates leucorhous), stormsvölu (Hydrobates pelagicus) og skrofu (Puffinus puffinus). Á íslenskum válista eru tegundirnar þrjár allar flokkaðar í nokkurri hættu en sjósvala er auk þess á heimsválista vegna þess að stofninn hefur dregist saman um ≥30% á síðustu þremur kynslóðum. Hingað til hefur ekki verið mikið vitað um stofnstærð, fæðu og útbreiðslu tegundanna þriggja hér á Íslandi og verður í fyrirlestrinum sagt frá doktorsvinnu sem hefur verið unnin til að takast á við þau mál. 

Til að staðfesta verndarstöðu tegunda þurfa að liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um stofnstærð þeirra. Hins vegar eru sjófuglar sem einungis eru á ferðinni að næturlagi á varpstöðvunum og verpa auk þess í holur sérstaklega erfiðir í mælingum og meðal þeirra fuglategunda sem illa er fylgst með í heiminum. Á Íslandi er stofnmat sem notað er við ákvarðanatöku um friðun allra þriggja tegundanna ófullnægjandi og þarfnast brýnnar uppfærslu. Nú er unnið að því að gera fyrsta stofnmatið síðan 1991-1992 og spannar það árin 2021-2023. Kynnt verður ný aðferðafræði sem notuð er við rannsóknina.

Íslenskir stofnar sjósvölu, stormsvölu og skrofu verpa allir í Vestmannaeyjum. Ferðalög þeirra og fæðuvistfræði eru þó enn lítt þekkt. Til að bregðast við þessu er notuð aðferð sem sameinar nýja GPS- og GLS-rakningartækni (til að fylgjast með ferðum) og stöðuga samsætugreiningu, DNA-strikamerki og hefðbundna fæðugreiningu (fyrir mataræði). Út frá rannsókninni fást gögn um mælingar á sjósvölu allt árið um kring og GPS-mælingargögn sem sýna ferðalög og atferli við fæðuleit að sumri hjá íslenskum stofnun allra þriggja tegunda. Niðurstöður rannsóknarinnar hjálpa til við að skýra stöðu tegundanna, nýtast við framtíðarstjórnun þeirra og hjálpa til við að vernda nætursjófuglastofna Íslands, bæði hér á landi og við Atlantshafið.

Útdráttur á ensku

Globally, one third of all seabird species is threatened with extinction, among which petrels are considered most at risk. This presentation focuses on the three nocturnal species of petrel breeding in Iceland: Leach’s storm-petrel (Hydrobates leucorhous), European Storm-petrel (Hydrobates pelagicus) and Manx Shearwater (Puffinus puffinus). While all are locally red-listed, Leach’s Storm-petrel is globally red-listed due to a decline ≥30% over the last three generations. Despite this high level of conservation concern, significant knowledge gaps exist for all three species in Iceland regarding population, diet and distribution; this presentation will highlight PhD work undertaken to address these issues. 

Though accurate population data is necessary to establish the conservation status of any species, nocturnal burrow-nesting seabirds are particularly difficult to survey and among the most poorly monitored bird species globally. In Iceland, population estimates used in conservation decision-making for all three species are incomplete and urgently require updating. To achieve this, the first national census since 1991-92 is currently being undertaken, spanning the years 2021-23. Novel methodologies employed in the study will be presented.

Icelandic populations of all three species breed sympatrically in Vestmannaeyjar, south Iceland. However, their annual movements and feeding ecology remain poorly known. To address this, a multimethod approach is being taken, combining novel GPS and GLS tracking technologies (for distribution) with stable isotope analysis, DNA metabarcoding and conventional diet analysis (for diet). From this study, year-round tracking data for Leach’s storm-petrel will be presented, together with the first ever GPS tracking data, revealing summer foraging movements and behaviour, for Icelandic populations of all three species. These are the first findings of a study to inform the conservation status and future management of all three species, helping conserve Iceland’s nocturnal seabird populations, both here and throughout their Atlantic range.