6. desember 2023. Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz: Allergenic Pollen in Iceland - Validating New Pollen Monitoring Systems and Exploring Experimental Possibilities

Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Allergenic Pollen in Iceland – Validating New Pollen Monitoring Systems and Exploring Experimental Possibilities“ á Hrafnaþingi 6. desember 2023 kl. 15:15.

Erindið verður flutt í fundaraðstöðu starfsstöðvar Náttúrufræðistofnunar Íslands að Borgum við Norðurslóð, Akureyri. Það verður einnig flutt í beinni útsendingu á Teams.

Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur:

Í fyrirlestrinum verður gefið yfirlit yfir frjómælingar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands með áherslu á nýjan sjálfvirkan frjógreiningamæli (Swisens Poleno Mars) sem settur var upp á þaki húsnæðis stofnunarinnar á Akureyri í júlí 2022. Með honum er staðbundinn styrkur frjókorna mældur allan sólarhringinn með kerfi sem byggist á stafrænni heilmyndun (e. holography). Notkun þessa tækis veður kynnt, farið verður yfir niðurstöður ítarlegra greininga og endurbóta. Í kynningunni verður lögð áhersla á þá auknu nákvæmni sem næst við auðkenningu frjókorna, einkum grasfrjóa.

Einnig verður í erindinu greint frá rannsókn á dreifingu birkifrjókorna sem geta ferðast langar vegalengdir. Komið hefur í ljós að sum ár hefur mikið magn birkifrjókorna komið hingað til lands frá Labrador-skaga, meginlandi Evrópu og Bretlandseyjum.

Í lok erindisins verður kynnt nýtt rannsóknarverkefni þar sem skoðað er ónæmisviðbragð við ofnæmisvökum birkis, með sérstakri áherslu á að kanna mögulegan mun á ofnæmisprótínum milli ólítra birkitegunda. Bráðabirgðagreiningar á sýnum sem safnað var á Íslandi sýna sérstakt prótínform sem gefur til kynna ólíka ofnæmisvaldandi eiginleika samanborið við evrópsk birkifrjó.

Abstract:

This presentation provides an overview of recent developments in aerobiology at the Icelandic Institute of Natural History, with a focus on the integration of a new automated pollen measurement device, Swisens Poleno Mars. The validation of this instrument will be presented, detailing the outcomes of thorough analysis and improvements, including post-classification modifications. The presentation highlights the enhanced accuracy achieved in pollen identification, particularly for grass pollen.

The second part of the talk delves into a scientific project exploring the long-distance transport of Betula pollen, capitalizing on Iceland's unique geographical advantage. Through back trajectory analysis, insights into the origins and patterns of birch pollen influx are revealed, showcasing significant contributions from the Labrador Peninsula, continental Europe, and the British Isles in different years.

The presentation concludes by introducing a new scientific project investigating the immunological response to birch allergens, with a specific focus on examining potential differences in allergic proteins among different Betula species. Preliminary analyses of birch samples collected in Iceland unveil distinctive protein profiles, indicating variations in allergenic properties compared to European birch pollen.