14. maí 2014. Guðmundur Guðjónsson: Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands

14. maí 2014. Guðmundur Guðjónsson: Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands

Guðmundur Guðjónsson landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands“ á Hrafnaþingi 14. maí 2014. Meðhöfundar eru Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Rannveig Thoroddsen.

Merkur áfangi náðist í gróðurkortagerð þegar lokið var við að endurteikna og uppfæra á stafrænt form öll gróðurkortagögn af miðhálendi landsins sem aflað hefur verið frá upphafi gróðurkortagerðar á Íslandi árið 1955. Gróðurkortagerð á Íslandi í er ein umfangsmesta skráning sem fram hefur farið á náttúru landsins. 

Gengið hefur verið frá samfelldu gróðurkorti af 87% miðhálendisins, sem þekur samtals 42.700 km² lands með jöklum.  Markvisst hefur verið unnið að staffæringunni  í rúm fjögur ár. Auk starfsmanna gróðurkortagerðar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa þrír starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða unnið að verkefninu með stuðningi af fjárlögum, til styrktar atvinnusköpun á Vestfjörðum. Mælikvarði kortsins miðast við 1:25.000 og er gróður á því flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum plantna í 100 gróðurfélög og 14 gerðir lítt eða ógróins lands. Gögnin sem hafa orðið til við staffæringu gróðurkortagagnanna eru afar nytsamleg, þau eru ómetanleg heimild um gróðurfarið og gefa fjölbreytta möguleika til útreikninga og tölfræðilegs samanburðar á milli svæða.

Fyrirlesturinn á YouTube