Álftafjörður-Hamarsfjörður-Papey

Svæðið er tilnefnt vegna sela. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Álftafjörð, sem tilnefnt er vegna fugla og vistgerða á landi, og að öllu yfir Papey, sem tilnefnd er vegna fugla.

Mörk

Strandlengja, grunnsævi, eyjar og sker innan Álftafjarðar og Hamarsfjarðar ásamt Papey.

Lýsing

Grunnir firðir með víðáttumiklum leirum og sjávarfitjum, eyjum og skerjum. Landbúnaður er á jörðum við fjörðinn. Meðal hlunninda eru æðardúntekja, fisk- og fuglaveiðar og eggjataka. Á svæðinu öllu eru landselslátur og í Papey kæpir jafnframt útselur í smáum stíl.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu eru landselslátur þar sem hafa verið allt að 38,7% landsela Austfjarða og 3,9% af heildarstofninum. Landselum hefur fækkað um 45,3% á svæðinu frá 1985.

Selir

Nafn Lægsti fjöldi (ár) Hæsti fjöldi (ár) Hæsta hlutfall af Suðurland (ár) Hæsta hlutfall af íslenskum stofni (%) (ár) Núverandi hlutfall af íslenskum stofni (ár)
Landselur (Phoca vitulina)
55,0 (1992)
249,0 (1980)
38,7 (1989)
3,9 (2016)
3,2 (2018)

Ógnir

Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár og hjáveiðar, og truflun.

Aðgerðir til verndar

Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Núverandi verndarsvæði Staða
Álftafjörður Aðrar náttúruminjar

Fleiri myndir

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2020-12-03

Size

86,6 km2
Hlutfall land 2%
Hlutfall sjór 56%
Hlutfall strönd 42%