Svæðið er tilnefnt vegna jarðminja.

Mörk
Mörk svæðis miðast við Stuðlafoss annars vegar, og stuðlabergshamra Stuðlagils í Jöklu hins vegar, auk 200 m jaðarsvæðis. Svæðið tengist saman með 100 m jaðarsvæði frá bökkum Jökulsár.
Lýsing
Stuðlafoss er vatnslítill en formfagur foss hjá samnefndu eyðibýli á Jökuldal, austan við Jökulsá á Dal. Áin fellur fram af stuðluðu hraunlagi og í fossinum hefur brotnað ofan af stuðlunum þannig að þeir mynda tröppur í neðri hluta fossins. Stuðlarnir í fossinum eru mosagrónir sem eykur á litadýrðina. Stuðlagil er í farvegi Jökulsár skammt sunnan bæjarhúsa á Grund. Þar má sjá mikilfenglega stuðlabergshamra á um 300 m kafla og eru stuðlarnir allt að 30 m háir. Þeir voru áður að miklu leyti undir vatni en eftir að jökulvatnið hvarf við byggingu Kárahnjúkavirkjunar kom neðri hluti stuðlanna í ljós. Gilið nýtur nú mikilla og vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum. Dalurinn er allvel gróinn og á svæðinu er stunduð sauðfjárrækt og ferðaþjónusta.
Forsendur fyrir vali
Formfagur foss með stuðlabergsumgjörð og háir stuðlabergshamrar í farvegi Jöklu. Vaxandi áningarstaður ferðamanna.
Ógnir
Aukinn ferðamannastraumur og fyrirhuguð frístundabyggð við Grund.
Aðgerðir til verndar
Innviðauppbygging og stýring ferðamanna.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Stuðlafoss | Aðrar náttúruminjar |
Náttúruverndarlög | Aðrar náttúruminjar |
Fleiri myndir

Útgáfudagsetning
Gefið út: 2020-12-03