Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Mörk
Frá Hringvegi til suðvesturs að Lúdent, þaðan til suðuausturs að norðurenda Hvannfells, síðan til austurs að Búrfelli og með Vestari-Skógarmannafjöllum til norðurs og sveigir síðan til norðvesturs að þjóðvegi.
Lýsing
Mikil hraunbreiða austan Námafjalls og Grjóta. Úfið hraun, vaxið birkikjarri, uppblástursgeirar við vestur- og suðurjaðar svæðisins. Óbyggt svæði og lítt snortið. Er á afrétti Mývetninga og er því sumarbeit sauðfjár.
Forsendur fyrir vali
Eitt stærsta, samfellda birkiskóglendi landsins, lágvaxið, gisið birkikjarr (kjarrskógavist), birki í framrás á svæðinu, þrátt fyrir beit. Mikilvægt búsvæði fyrir rjúpu og fálka.
Vistgerðir
Vistgerð | km2 | Hlutfall af heildarflatarmáli (%) | |
---|---|---|---|
Land | 35,11
|
2 |
Ógnir
Sandfok og uppblástur við vestur- og suðurjaðar, sauðfjárbeit.
Aðgerðir til verndar
Stilla sauðfjárbeit í hóf, tryggja að skóglendi fari fram, varnir gegn sandfoki.
Núverandi vernd
EnginÚtgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26