Skjálfandafljót ofan Aldeyjarfoss

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk

Vatnasvið Skjálfandafljóts ofan Aldeyjarfoss. Vesturmörkin eru vatnaskil Fnjóskár og Skjálfandafljóts, austurmörkin liggja að Vatnajökulsþjóðgarði og vestan Surtluflæðu. Svæðið nær úr suðri frá Kambsfelli og um Tunguhraun og norður fyrir Mjóadal og að Suðurá.

Lýsing

Syðsti hlutinn er fjalllendi með kvíslum en norðan Fljótshnjúks sameinast kvíslarnar í einn farveg í Skjálfandafljóti sem fellur síðan eftir þröngum dal til byggða. Upp af árdalnum ganga nokkrir dalir til suðurs inn á hálendið. Dalbotnarnir eru sums staðar vel grónir en auðnir eru víða og syðst og austast eru sandorpin hraun.

Forsendur fyrir vali

Mjög mikið heiðagæsavarp er við Skjálfandafljót og þverár þess og telst það alþjóðlega mikilvægt.

Fuglar - Votlendi og önnur svæði

Nafn Árstími Fjöldi (pör) Ár Hlutfall af íslenskum stofni (%)
Heiðagæs (Anser brachyrhynchus) Varp
4724
2002
6,0

Ógnir

Áform um virkjanir.   

Aðgerðir til verndar

Koma þarf í veg fyrir að lykilbúsvæðum heiðagæsa verði raskað með virkjunum.

Núverandi vernd

Engin

Útgáfudagsetning

Gefið út: 2018-04-05

Size

1.183,4 km2
Hlutfall land 98%
Hlutfall ferskvatn 2%