Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Mörk
Vestmannsvatn ásamt nálægum vötnum og tjörnum umhverfis.
Lýsing
Frekar grunn, gróðurmikil og næringarrík vötn, tjarnir og flæðilönd. Graslendi og mólendi þar sem þurrara er og birkiskógur austan Vestmannsvatns. Landbúnaður er stundaður á svæðinu og eins silungsveiði, aðallega bleikja og urriði en einnig lax. Nokkur frístundabyggð.
Forsendur fyrir vali
Mikið og fjölbreytt fuglalíf og nær flórgoði alþjóðlegum verndarviðmiðum.
Fuglar - Votlendi og önnur svæði
Nafn | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | Hlutfall af íslenskum stofni (%) |
---|---|---|---|---|
Flórgoði (Podiceps auritus) | Varp | 18
|
2004 | 3,0
|
Ógnir
Aukin frístundabyggð og ferðamennska, silungsveiðar og skógrækt.
Aðgerðir til verndar
Svæðið hefur verið friðað frá 1977 og eru núverandi friðlýsingarskilmálar taldir fullnægjandi. Styrkja þarf vernd búsvæða í stjórnunar- og verndaráætlun. Stýra þarf umferð ferðafólks og veiðimanna, sérstaklega á viðkvæmum tímum fyrir dýralíf s.s. á varptíma.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Vestmannsvatn | Friðland |
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2018-04-05 Síðast uppfært: 2020-05-26