Svæðið er tilnefnt vegna jarðminja. Það nær að hluta inn í tillögusvæðið Grímstunguheiði–Blanda, sem tilnefnt er vegna fugla og vistgerða á landi.
Mörk
Mörk miðast við fossa í Vatnsdalsá, ásamt gljúfrum og 200 m jaðarsvæði. Svæðið nær frá Stekkjarfossi skammt norðan bæjarins Forsæludals, upp með Vatnsdalsá að fossinum Skínanda, og upp með Friðmundará að fossum í Friðmundarárgili.Lýsing
Vatnsdalur skiptist í þrjá inndali sem ganga niður af Grímstunguheiði og nefnist sá fyrir miðið Forsæludalur. Efst í Forsæludal, við heiðarbrún, rennur Friðmundará í Vatnsdalsá. Friðmundará á upptök sín í Vestara-Friðmundarvatni en Vatnsdalsá á upptök sín í hinum ýmsu vötnum, tjörnum og flám á Grímstunguheiði. Til að byrja með renna árnar á flötum heiðarlöndum en við heiðarbrún fara þær um hrikaleg gljúfur. Þar er að finna allmarga og fjölbreytta fossa á fáförnum slóðum, allt frá bænum Forsæludal og inn að Bótarfelli á Grímstunguheiði. Ofan Forsæludals eru fossarnir Stekkjarfoss og Dalsfoss. Ofan Ármóta, þar sem Friðmundará fellur í Vatnsdalsá, er Friðmundarárfoss við Fossnef, auk fossa við heiðarbrún í grennd við Grátsmýri. Í Vatnsdalsá má nefna fossana Skessufoss, Landsendafoss og Bergbúa í Vatnsdalsárgljúfri. Ofan gljúfra eru fossarnir Kerafoss, Freyðandi, Rjúkandi og Skínandi.Forsendur fyrir vali
Röð svipmikilla fossa á fáförnum slóðum.
Ógnir
Virkjanir og vatnaveitingar. Mögulega ferðamennska en svæðið er þó ekki vel aðgengilegt.
Aðgerðir til verndar
Tryggja þarf að vatnsrennsli verði ekki skert. Innviðauppbyggingar gæti verið þörf til að koma í veg fyrir utanvegaakstur.
Núverandi vernd
Núverandi verndarsvæði | Staða |
---|---|
Náttúruverndarlög | Aðrar náttúruminjar |
Fossar í Vatnsdalsá og Friðmundará | Aðrar náttúruminjar |
Grímstunguheiði-Blanda | Aðrar náttúruminjar |
Fleiri myndir
Útgáfudagsetning
Gefið út: 2020-12-03Kortasjá
Fossar í Vatnsdalsá í kortasjáStærð
3,7 km2